Listasafnið gjörningahátíð

Verkfall yfirvofandi í LundarskólaMynd/Akureyrarbær

Verkfall yfirvofandi í Lundarskóla

Félagar innan Kennararsambands Íslands greiddu atkvæði í dag um verkföll í átta skólum, þar með talið Lundarskóla á Akureyri. Verkfallið hjá Lundarskóla hefst 29. október og stendur til 22. nóvember, ef ekki næst að semja fyrir þann tíma.

Ásamt Lundarskóla eru grunnskólarnir Áslandsskóli í Hafnarfirði og Laugalækjaskóli í Reykjavík. Leikskólarnir eru Leikskóli Seltjarnarness, Holt í Reykjanesbæ, Drafnarsteinn í Reykjavík og Ársalir á Sauðárkróki. Sömuleiðis var samþykkt verkfallsboðun í Fjölbrautaskóla Suðurlands í Árborg.

Verkföllin hjá leikskólunum eru ótímabundin og hjá Fjölbrautaskóla Suðurlands stendur það til 20. desember, hafa samningar ekki náðst.

„Þegar við fórum að fara yfir það verklag sem er í gangi hjá KÍ þá eru það stjórnir og samninganefndir aðildarfélaga sem óska eftir verkföllum,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands í samtali við RÚV, þar segir einnig:

„Þetta var niðurstaða þeirra að það yrði lögð fyrir þessa átta skóla þá spurning um það hvort þau væru tilbúin að fara í verkfall til að styðja við kröfugerð Kennarasambandsins við samningsborðið. Þannig fór það.“

Næsti samningafundur er á þriðjudag. Magnús Þór segir að allt kapp verði lagt á að ná samningum áður en kemur til verkfalla.

Sambíó

UMMÆLI