Í liðinni viku bárust lögreglunni tvær tilkynningar um þjófnað. Í öðru málinu var um þjófnað að ræða í Mývatnssveit þar sem brotist var inn á heimili í sveitinni og stolið töluverðum fjármunum. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni.
Á heimilinu býr fjölskylda sem ekki var heima þegar ránið átti sér stað. Hjón ásamt tveimur litlum stúlkum. Faðirinn hefur auglýst á facebook eftir vitnum eða einhverjum sem varð var við grunsamlegar mannaferðir í kringum þegar ránið átti sér stað í síðustu viku.
Ummerki benda til að þjófurinn hafi þekkt til fjölskyldunnar
Í færslu mannsins segir hann að líklegt þyki að þjófurinn þekki fjölskylduna miðað við hvernig staðið var að ráninu. Talsverðum fjármunum og verðmætum var stolið og í færslunni hvetur hann þjófinn til að skila amk varasjóði fjölskyldunnar. Hér að neðan má lesa færslu hans í heild sinni:
,,Kæri Innbrots-þjófur.
Þú sem nýlega læddist inn á heimilið okkar, í skjóli dags eða nætur, stalst frá okkur fjármunum og hvarfst út.
Þú ert með varasjóð fjöskyldunnar, ferðasjóð mágs míns og peninga 4 vikna og 4 ára dætra okkar.
Umerki benda þvi miður til þess að þú gætir þekkt okkur og þá að við þekkjum þig. Tilhugsuninn er hræðileg, Þú rændir dætur mínar.
Mig langar að gera tilraun í þeirri von að þú hafir vott af iðrun. Varla ert þú búinn að eyða þessu öllu?
Þú MÁTT eiga allt það sem var í rauða járnbauknum, það voru mínir peningar. Hinsvegar MÁTTU finna leið til að skila restinni þvi sem ekki er búið að eyða, peningum Lindu, Söndru og Sanders.
Vænti ég þess að sjá einn morguninn haldapoka á grindverkinu eða i póstkassa hjá mömmu og pabba að Hellu 660 Myvatn
Til allra nágranna okkar og Mývetninga viljum við biðla til ykkar að hafa opin augun og athuga hvort eitthvað hafi horfið af heimilum ykkar á síðustu misserum. Ef einhver hefur orðið var við grunsamlegar mannaferðir við okkar hús eða önnur að láta lögregluna á Húsavík vita.
Mikið eigum við gott fólk að hjá lögreglunni á Húsavík, viðbrögð þeirra, ráðleggingar og utanumhald hafa verið ótúlega fagleg og öflug frá fyrstu mínútu.“
UMMÆLI