Verðkönnun: 16% verðmunur á umfelgun á Akureyri

Verðkönnun: 16% verðmunur á umfelgun á Akureyri

Nú þegar sumarið er gengið í garð fer hver að verða síðastur að skipta yfir í sumardekkin. Það eru nokkur dekkjaverkstæði á Akureyri sem bjóða upp á þá þjónustu og Kaffið ákvað að kanna hvar væri ódýrast að umfelga bílinn. Verðkönnunin fór fram 25. apríl og 26.apríl og hringt var á alla staðina og spurst fyrir um hvað umfelgun á 16″ álfelgum kostaði. Ekki náðist í Höldur bílaverkstæði, þrátt fyrir nokkrar tilraunir, þegar könnunin var gerð.

16% verðmunur var á hæsta og lægsta verði. Einhver þessara fyrirtækja bjóða upp á afslætti gegn framvísun Kea korts og fleira en það var ekki tekið með inn í könnunina.

Ódýrast er að umfelga bílinn hjá Bílatorginu en þar kostar það 7.980 kr. Dýrast er að umfelga bílinn hjá N1 en þar kostar umfelgunin 9.493 kr. Þó er ekki nema 3 krónu munur á milli N1 og Dekkjahallarinnar.

N1 – 9.493 kr. 
Dekkjahöllin 9.490 kr.
Dekkjasala Akureyrar – 8.055 kr.
Bílatorgið – 7.980 kr. 

Kaffið framkvæmir verðkannanir reglulega – sjá einnig:

30% verðmunur á herraklippingu á Akureyri

Ódýrast að fara í litun og plokkun á Aróna

Hvar er ódýrasta pizzan í bænum? 

Kristjánsbakarí 41% dýrara en Axelsbakarí 

Dýrasti bragðarefurinn í Brynju 

34% verðmunu á stórum bjór á Akureyri

UMMÆLI