Mikið hefur verið rætt og ritað um verð á innanlandsflugi undanfarna mánuði. Ákvörðun Air Iceland Connect að fella niður Hoppfargjöld var gagnrýnd harðlega fyrr í sumar.
Twitter notandinn Gunnar Dofri benti á það á Twitter í gær að enn dýrara væri að ferðast á milli með því að nota strætó. Gunnar ætlar að fara fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyrar í október.
Sjá einnig: Ákvörðun Air Iceland Connect að fella niður Hoppfargjöld gagnrýnd harðlega
Það mun kosta hann 19690 krónur að fljúga en 20240 krónur að taka strætó.
Orðið á götunni er að innanlandsflug sé dýrt.
Flug fram og til baka milli Reykjavíkur og Akureyrar eina helgi í október: 19.690. Strætó? 20.240. pic.twitter.com/M7s9uQCWjl
— Gunnar Dofri 🇺🇦 (@gunnardofri) August 23, 2018
Tíst Gunnars hefur vakið athygli en margir furða sig á því hversu dýrt sé að taka strætó. Rögnvaldur Már Helgason svarar Gunnari og skrifar: „Innanlandsflugið er dýrt. Það er verðið með strætó sem er sturlun.”
Brynhildur Bolladóttir skrifar: „Það er og verður mér fullkomlega hulin ráðgáta hvers vegna strætó er svona dýr. Þetta er beisikklí ekki valkostur.”
UMMÆLI