Verðið með Strætó á milli Akureyrar og Reykjavíkur vekur athygli

Verðið með Strætó á milli Akureyrar og Reykjavíkur vekur athygli

Mikið hefur verið rætt og ritað um verð á innanlandsflugi undanfarna mánuði. Ákvörðun Air Iceland Connect að fella niður Hoppfargjöld var gagnrýnd harðlega fyrr í sumar.

Twitter notandinn Gunnar Dofri benti á það á Twitter í gær að enn dýrara væri að ferðast á milli með því að nota strætó. Gunnar ætlar að fara fram og til baka á milli Reykjavíkur og Akureyrar í október.

Sjá einnig: Ákvörðun Air Iceland Connect að fella niður Hoppfargjöld gagnrýnd harðlega

Það mun kosta hann 19690 krónur að fljúga en 20240 krónur að taka strætó.

Tíst Gunnars hefur vakið athygli en margir furða sig á því hversu dýrt sé að taka strætó. Rögnvaldur Már Helgason svarar Gunnari og skrifar: „Innanlandsflugið er dýrt. Það er verðið með strætó sem er sturlun.”

Brynhildur Bolladóttir skrifar: „Það er og verður mér fullkomlega hulin ráðgáta hvers vegna strætó er svona dýr. Þetta er beisikklí ekki valkostur.”

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó