NTC

Verða í beinni útsendingu frá Skógarböðunum

Verða í beinni útsendingu frá Skógarböðunum

Útvarpsþættirnir Ísland vaknar og Helgarútgáfan verða í beinni útsendingu frá Akureyri um næstu helgi á útvarpsstöðinni K100. Þáttastjórnendur munu meðal annars vera í beinni frá Skógarböðunum og Hamborgarafabrikkunni á Akureyri.

„Akureyri hefur stimplað sig inn sem æðislegur áfangastaður, enda höfuðborg norðursins. Bæði Íslendingurinn og erlendi ferðamaðurinn eru farnir að heimsækja Akureyri í auknum mæli. Þar er alltaf eitthvað um að vera, eitthvað við allra hæfi. Ég held að það hafi líka hjálpað mikið að fá svona afþreyingarstað eins og Skógarböðin á svæðið. Fyrir þær sakir dvelur fólk lengur á svæðinu,“ segir Tinna Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Skógarbaðanna á vef K100.

Á föstudagsmorgun verður útvarpað í beinni á K100 úr Skógarböðunum. Á Laugardagsmorgun verður Helgarútgáfan á K100 svo í beinni útsendingu frá Hamborgarafabrikkunni á Akureyri.

Sambíó

UMMÆLI