Gæludýr.is

Vélar fyrir VélArnar

Vélar fyrir VélArnar

Þessa daganna stendur yfir söfnun fyrir vélum fyrir VélArnar á Karolinafund. VélArnar er einnig þekktur sem Arnar Ari en hann hefur á seinustu árum komið fram sem plötusnúður á Akureyri, sér og öðrum til skemmtunar.

Umræddar vélar sem safnað er fyrir eru hljóðgræjur og skjávarpi til að tryggja að upplifun áheyrenda verði eins og best er á kosið. Þetta er ekki bara framlag, heldur fjárfesting fyrir ykkur sem trúið á gildi skemmtanalífsins.

„Hver hefur ekki stigið sveittan dans undir dynjandi tónum VélArnars sem hefur verið iðinn við að skemmta fólki á Akureyrarsvæðinu. Hugmyndin er auðvitað ekki bara að hjálpa gömlum rafti með táfýlu að festa kaup á græjum, heldur einnig að hjálpa Arnari að hjálpa ykkur út á dansgólfið. Tíminn til að efla menningarlíf á Norðurlandi er núna og VélArnar vill leggja sitt af mörkum,“ segir í tilkynningu vegna verkefnisins.

Hægt er að heita á verkefnið og fá að launum til dæmis: Óskalag, perl, snjómokstur, flutning á rusli og DJ sett. 

„Ef þessi söfnun gengur upp mun það skila sér í stórauknum tækifærum til dans, djamms og dagamuns hér á Eyjafjarðarsvæðinu. Þessi kaup snúast svo ósköp einfaldlega um það að Arrnar geti spilað reglulega ykkur og honum til yndisauka… ævinlega!“

Hér er hlekkur á söfnunina: https://www.karolinafund.com/project/view/5849

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó