Framsókn

Vel yfir 87 þúsund gestir í Hlíðarfjalli í vetur

Vel yfir 87 þúsund gestir í Hlíðarfjalli í vetur

Síðasta laugardag lauk formlegri opnun Hlíðarfjalls þennan veturinn á lokadegi Andrésar Andarleikanna sem tókust frábærlega með metþátttöku. Skíðasvæðið var í heildina opið í 113 daga og gestafjöldi fór vel yfir 87 þúsund sem er mun meira en verið hefur síðustu ár. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

„Skíðavertíðin hófst snemma í desember með flottum aðstæðum á gönguskíðasvæðinu og lyfturnar voru ræstar skömmu fyrir jól. Snjóalög héldust nokkuð góð í allan vetur og þegar mars gekk í garð byrjaði að snjóa hressilega sem dugði út apríl.Ennþá er talsverður snjór á svæðinu og skíðaæfingar halda áfram um sinn. Gönguskíðasvæðið verður troðið áfram á mánudögum og föstudögum meðan aðstæður leyfa,“ segir í tilkynningu bæjarins.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó