Vel sóttir Fiskidagar – sjáðu mannfjöldann í beinni útsendingu

Gríðarlegur fjöldi fólks er nú samankominn á Dalvík vegna Fiskidagsins mika. Veður hefur verið með besta móti í dag heiðskýrt, hátt í 20°c og lítill sem enginn vindur.

Nú standa yfir Fiskidags tónleikarnir en meðal þeirra sem koma fram eru Eyþór Ingi, Friðik Ómar, Helgi Björns­son, Ragn­heiður Grön­dal, Jói Pé og Króli, Eg­ill Ólafs­son, Ei­rík­ur Hauks­son, Helga Möller og Jón Jóns­son.

Fólk var byrjað að koma stólum sínum fyrir allt að sex klukkustundum fyrir tónleika í dag.

Smelltu hér til að sjá beina útsendigu yfir hafnarsvæðið á vefmyndavél Dalpay.

Tónleikunum lýkur svo með flugeldasýingu í kvöld.

 

Nokkrar myndir frá stemningunni í dag.

Mikael, Mosi og Skuggi skemmtu sér vel í dag

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó