Vel sótt málþing um umhverfis- og loftslagsmál

Vel sótt málþing um umhverfis- og loftslagsmál

Um 70 gestir sóttu málþingið „Á brún hengiflugsins?“ í Menningarhúsinu Hofi síðasta laugardag sem var haldið í samstarfi Akureyrarbæjar og AkureyrarAkademíunnar. Á málþinginu var fjallað um stefnu Akureyrarbæjar í umhverfis- og loftlagsmálum og það sem þurfi að gera hér í bænum til að takast á við loftslagsvána. Þetta kemur fram á vef Akureyrarbæjar.

Inngangserindi fluttu Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála hjá Akureyrarbæ og Stefán Gíslason stofnandi og eigandi UMÍS ehf. Environice.

Pallborðsumræður voru tvískiptar þar sem annars vegar voru dregin fram viðhorf unga fólksins til umhverfis- og loftslagsmála og hins vegar var lagt almennt mat á stöðuna og horft fram á veginn. Eftir hvort pallborð um sig var gefinn kostur á spurningum úr sal og sköpuðust frjóar og fjörmiklar umræður. Sjá nánar um dagskrá málþingsins HÉR.

Segja má að helstu niðurstöður málþingsins hafi verið að kominn sé tími til að tala minna en framkvæma meira. Gestir í pallborði lögðu áherslu á að sett verði fram raunhæf aðgerðaráætlun sem hægt er að vinna eftir, að fræðsla allra aldurshópa verði efld til mikilla muna, flokkun, endurnýting og hringrásarhagkerfið verði sett í forgang, almenningssamgöngur verði efldar sem og stígakerfi, og síðast en ekki síst að auknum fjármunum verði varið til umhverfis- og loftslagsmála með skýrri forgangsröðun.

Að vef Akureyrarbæjar eru myndir frá málþinginu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó