Vel heppnuð A! Gjörningahátíð – Myndir

A! Gjörningahátíð var haldin í þriðja skipti dagana 31. ágúst – 3. September. Um 50 listamenn frá Hollandi, Noregi, Finnlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Danmörku og Íslandi tóku þátt í hátíðinni. Gjörningarnir, sem voru alls 16 talsins, fóru fram víðsvegar um Akureyri og nágrenni.

Örn Ingi Gíslason, fjöllistamaður, var sæmdur heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs Akureyrar fyrir langt og farsælt starf. Matthías Rögnvaldsson, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, afhenti Erni Inga viðurkenninguna við sérstaka athöfn í Listasafninu, Ketilhúsi.

A! Gjörningahátíð er haldin í samstarfi Listasafnsins á Akureyri, LÓKAL – alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélags Akureyrar, Leikfélags Akureyrar og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Myndlistarsjóður styrkti hátíðina og fjölmörg fyrirtæki lögðu hátíðinni lið í ár og ber að þakka þeim fyrir veitta aðstoð og stuðning.

Vídeólistahátíðin Heim var haldin á sama tíma og hefur skapast hefð fyrir því að þessar tvær hátíðir beri upp á sama tíma.

Listamennirnir og hóparnir sem tóku þátt að þessu sinni voru: Arna Valsdóttir (IS) og Suchan Kinoshita (J/NL), Gabrielle Cerberville (USA), Gjörningaklúbburinn / The Icelandic Love Corporation (IS), Heiðdís Hólm (IS), Hekla Björt Helgadóttir & Svefnleikhúsið  – The Sleep Theatre (IS), Katrine Faber (DK), Magnús Logi Kristinsson (IS/SF), Voiceland – Gísli Grétarsson (IS/N), Mareike Dobewall (D) og Hymnodia (IS), Ragnheiður Harpa Leifsdóttir (IS), Rúrí (IS), Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir (IS) og Liv-K. Nome (N).

19 nemendur Suchan Kinoshita úr Listakademíunni í Münster, Þýskalandi tóku þátt í Vídeólistahátíðinni heim:  Hui-Chen Yun, Sabine Huzikiewiz, Lejla Aliev, Daniel Bernd Tripp, Mila Petkova Stoytcheva, Fabian Lukas Flinks, René Haustein, Inga Krüger, Georg Mörke, Lisa Katharina Droste, Nadja Janina Rich, Alyssa Saccotelli, Micael Gonçalves Ribeiro, Hagoromo Okamoto, Bastian Buddenbrock, Jana Rippmann, Kai Bomke, Kenny Rüdiger og Takahiko Kamiyama.

Guðrún Þórsdóttir var verkefnisstýra A! Gjörningahátíðar og listrænir stjórnendur voru Bjarni Jónsson, Hlynur Hallsson og Ragnheiður Skúladóttir.

Á næsta ári verður A! Gjörningahátíð haldin 1. – 4. nóvember. Myndir frá hátíðinni í ár má sjá í myndasafninu hér að neðan. Smellið á myndirnar til að stækka þær.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó