Vel heppnuð A! Gjörningahátíð 

Vel heppnuð A! Gjörningahátíð 

A! Gjörningahátíð fór fram á Akureyri á dögunum og nú í tíunda sinn. A! er haldin árlega og er eina hátíðin á Íslandi sem einbeitir sér einungis að gjörningalist. 29 alþjóðlegir listamenn tóku þátt og komu frá Indlandi, Ungverjalandi, Japan, Kanada, Bandaríkjunum, Slóvakíu, Danmörku, Grænlandi, Noregi, Mexíkó og Íslandi. Að þessu sinni fóru gjörningarnir fram í Listasafninu á Akureyri, Deiglunni, Eyrarlandsvegi 12 og Hofi.

Þátttakendur voru Magnús Helgason, Hekla Björt Helgadóttir, Fríða Karlsdóttir og Vídeólistahátíðin Heim, Dustin Scott Harvey, Ashima Prakesh og Éva Berki, Véný Skúladóttir, Christalena Hughmanick og Clare Almere, Henrik Koppen, KGB þríeykið, Snæfríður Sól Gunnarsdóttir, Hildur Hákonardóttir og Yuliana Palacios, Kraftverk, Heather Sincavage og Sarah Hammeken. Einnig tóku þátt nemendur Listnámsbrautar VMA og Sviðslistabrautar MA.

Sambíó

UMMÆLI