Framsókn

Veðurstofan gefur út viðvörun – Allt að 50 metrar á sekúnduMynd: Þóra Karlsdóttir.

Veðurstofan gefur út viðvörun – Allt að 50 metrar á sekúndu

Veðurstofan hefur gefið út viðvörun fyrir stóran hluta landsins en afar slæmu veðri er spáð næstu tvo daga frá hádegi á morgun. Viðvörunin er vegna norðaustanhvassviðris sem er spáð um stóran hluta landsins með snjókomu að norðan og austan frá miðvikudegi til föstudags. Fólk á ferðinni er hvatt til þess að fylgjast vel með veðurspám næstu daga og viðvörunum. Búast má við því að samgöngur raskist vegna roks og snjókomu. ,,Ekki er gert ráð fyr­ir að veðrið gangi niður fyrr en á föstu­dag og því út­lit fyr­ir að nóv­em­ber ætli að kveðja á vetr­ar­leg­ur nót­um. Þeir sem hyggja á ferðalög eru beðnir að fylgj­ast náið með frétt­um af færð og veðri því viðbúið er að sam­göng­ur muni spill­ast,“ seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Hríðarveður á fjallvegum og lítið skyggni 

Á Norðaust­ur­landi er spáð vax­andi norðaustanátt, 13-20 m/​s und­ir kvöld á morg­un með hríðarveðri á fjall­veg­um og með köfl­um lítið skyggni. Sam­göngu­trufl­an­ir eru lík­leg­ar, sam­kvæmt Veður­stofu Íslands. Á Aust­ur­landi að Glett­ingi tek­ur veðurviðvör­un­in gildi klukk­an 15 á morg­un en þar er spáð vax­andi norðaustanátt, 13-20 m/​s und­ir kvöld, með hríðarveðri á fjall­veg­um og með köfl­um lítið skyggni. Sam­göngu­trufl­an­ir lík­lega. Viðvör­un­in tek­ur gildi á há­degi á morg­un á Aust­fjörðum en þar er spáð norðaust­an 13-18 m/​s og tals­verð snjó­koma til fjalla. Sam­göngu­trufl­an­ir lík­leg­ar.

Svona hljómar veðurspáin fyrir Norðurland næstu daga: 

Á miðviku­dag:
Vax­andi norðaustanátt, 13-20 m/​s síðdeg­is, en hvass­ari um kvöldið. Slydda eða snjó­koma N- og A-lands, rign­ing á Aust­fjörðum og SA-lands, en ann­ars þurrt að kalla. Vægt frost N- og V-til, ann­ars 0 til 7 stiga hiti, mild­ast á SA-landi.

Á fimmtu­dag:
Hvöss norðaustanátt og snjó­koma um landið N-vert, rign­ing eða slydda A-lands en ann­ars úr­komu­lítið. Hiti breyt­ist lítið.

Á föstu­dag:
Minnk­andi norðanátt og snjó­koma,en síðar él á N-verðu land­inu, en lengst af úr­komu­laust syðra. Frost um allt land.

Á laug­ar­dag, sunnu­dag og mánu­dag:
Breyti­leg átt, él og frem­ur kalt í veðri.

 

VG

UMMÆLI

Sambíó