Védís Elva Þorsteinsdóttir úr íþróttafélaginu Akri á Akureyri hefur verið valin til þáttöku á Special Olympics leikunum sem fara fram í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Leikarnir fara fram eftir rúmt ár, dagana 14. til 21. mars 2019. Védís hefur því góðan tíma til þess að undirbúa sig fyrir leikana.
Védís mun keppa í boccia. Á leikunum munu um 7000 þáttakendur frá 170 löndum taka þátt. Ísland sendir 38 keppendur til móts.
Sjá einnig:
UMMÆLI