Vaya Con Dios heiðruð á Græna hattinum á AkureyriGuðrún Harpa Örvarsdóttir fetar í fótspor söngkonunnar Dani Klein á fimmtudaginn.

Vaya Con Dios heiðruð á Græna hattinum á Akureyri

Fimmtudagskvöldið 17.mars n.k. verða haldnir tónleikar til heiðurs hljómsveitinni Vaya Con Dios. Guðrún Harpa Örvarsdóttir ætlar að feta í fótspor söngkonunnar Dani Klein og er hún ásamt hljómsveit að fara flytja lög með þessari frábæru hljómsveit Belga í fjórða sinn á Græna hattinum á Akureyri. 

Flutt verða lög af þremur fyrstu plötum hljómsveitarinnar sem eru þær Vaya con Dios, Night Owls og Time Flies. Áhugaverður músíkviðburður með mikla sérstöðu þar sem heyra má blöndu af ýmsum tónlistarstílum á borð við smooth jazz, soft rock, blues, soul, latin pop, gypsy og jazz rock.

Með Guðrúnu Hörpu eru þeir Valmar Väljaots á hljómborð, víólu/harmoniku, Valgarður Óli Ómarsson á slagverk, Pétur Ingólfsson á bassa og Borgar frá Brúum á gítar.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 en forsala miða er hafin – Hægt er að kaupa miða með að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó