Á vef Norðurorku kemur fram að neyðarstjórn hafi verið virkjuð og mönnuð í gærkvöldi og sé enn starfandi. Starfsfólk þeirra vinnur að því að tryggja órofinn rekstur. Í tilkynningunni segir einnig:
„Sem dæmi um verkefni dagsins má nefna að vegna vatnságangs er háspennustrengur við Skautahöllina farinn í sundur og einnig ljósleiðari. Grafist hefur undan undirstöðu hitaveitulagnarinnar frá Laugalandi á sama stað en lögnin er óskemmd. Unnið er að viðbrögðum við þessum skemmdum og öðrum sem tengjast veitum Norðurorku.“