Vatni veitt í Skógarböðin í fyrsta sinn og umfjöllun hjá CNN

Vatni veitt í Skógarböðin í fyrsta sinn og umfjöllun hjá CNN

Stórum áfanga var náð í síðustu viku í framkvæmdum Skógarbaðanna í Vaðlagskógi við Akureyri þegar vatni var veitt í böðin í fyrsta sinn. Upphaflega stóð til að opna böðin í byrjun febrúar en fresta þurfti opnuninni vegna Covid-19 faraldursins.

Sjá einnig: Opnun Skógarbaðanna frestast í bili

Framkvæmdir hafa gengið vel og stefnt er á að opna böðin innan skamms. Eigendur baðanna segja erfitt að segja til um nákvæmlega hvenær það verður unnt að opna en sú dagsetning verði gefin út þegar nær dregur.

Böðin hafa vakið mikla athygli hérlendis og hafa nú, þegar opnun nálgast, farið að vekja athygli út fyrir landsteinana. Ferðatímaritið Travel and Leisure fjallaði um Skógarböðin á dögunum og í gær birtist grein á vef CNN um Skógarböðin.

Sjá einnig: Vinsælt ferðatímarit fjallar um Skógarböðin: „Bláa lónið er komið með samkeppni“

Á vef CNN er rætt við arkítektinn Hrólf Karl Cela og Sigríði Hammer, sem er ein af stofnendum og eigendum Skógarbaðanna.

Hér má lesa grein CNN

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó