Varhugaverðar aðstæður í morgunsárið

Varhugaverðar aðstæður í morgunsárið

Í morgun voru varhugaverðar aðstæður í veðráttunni á Norðurlandi. Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra var fólk hvatt til þess að fara með gát og sýna sérstaka aðgæslu í umferðinni.

Það rigndi yfir ísilagða vegi, götur og gangstíga um allt embættið, bæði í dreifbýli og þéttbýli. „Förum með gát og sýnum sérstaka aðgæslu bæði akandi og gangandi. Komum heil heim og megið þið eiga góða helgi,“ skrifar Lögreglan á Facebook.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó