NTC

Varar fólk í naustahverfi við – Munum að læsa útidyrahurðum


Kona í naustahverfi lenti í óþægilegu atviki í morgun þegar ókunnugur kom inn í íbúð hennar. Þessu deildi hún í morgun á facebook-hóp Naustahverfis.
Þar lýsir hún því að um 8 leytið í morgun hafi bíll keyrt upp að húsinu, einhver hlaupið upp stigann, stungið lykli í skáargatið en það var ólæst og manneskjan gekk því bara inn. Konan var með lokað að sér inn í herbergi og hélt einfaldlega að þetta væri maðurinn hennar að koma heim eftir að hafa farið með krakkana á leikskólann.

,,Útvarpið var kveikt inn í stofu og svo virðist sem viðkomandi hafi farið út aftur eftir að hafa gert sér grein fyrir að einhver var heima, hljóp niður stigann aftur og keyrði í burtu,“ segir í færslu konunnar.

Hún segist vona að þetta hafi einfaldlega verið einhver sem hafi farið húsavillt en vildi samt sem áður deila þessu til að minna fólk á að læsa alltaf húsinu sínu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó