Frjókornaspá gerir ráð fyrir miklu magni grasafrjóa í lofti á Akureyri um helgina.
Á Facebook síðu Náttúrufræðistofnunar segir að grasafrjó séu mjög ofnæmisvaldandi og því ættu þeir sem þjást af frjóofnæmi að forðast frjókorn þegar þau eru í mestu magni. Mælt er með því að taka inn fyrirbyggjandi lyf, skipuleggja útivist á þeim tímum sem frjókornagildi eru lág, forðast staði þar sem líklegt er að frjókorn séu í miklu magni og í verstu tilvikum að halda sig innandyra.
UMMÆLI