NTC

Vandræði í Vaðlaheiðargöngum

Vaðlaheiðargöng.

Vaðlaheiðargöng.

Smá vandræði gerðu vart við sig í Vaðlaheiðargöngum í nótt þegar að nokkur tonn af bergi hrundu úr gangaloftinu.
Bergið lenti á bómu úr bornum sem hefur verið notaður við vinnu í göngunum. Talið er að borvagninn hafi orðið fyrir einhverju tjóni þó svo að það sé ekki vitað nákvæmlega hversu miklu.

Hrynan er ekki talin valda miklum töfum á verkinu í kjölfarið en að sjálfsögðu verða þó alltaf einhverjar smávægilegar tafir þegar svona óhapp skeður.

 

 

Sambíó

UMMÆLI