Vandræðaskáld taka sjeikspír með trompi – Myndband

Vandræðaskáldin Sesselía og Vilhjálmur.

Vandræðaskáldin Vilhjálmur og Sesselía hafa sannarlega nóg að gera þessa dagana. Til viðbótar við að taka þátt í nýju uppfærslu Umskiptinga, nýs leikhóps á Akureyri; Framhjá Rauða húsinu og niður stigann, eru þau einnig að byrja á tónleikaferðalagi um Ísland sem hefst á Ísafirði um helgina. Þar taka þau ný lög ásamt gömlum en þau hafa verið mjög áberandi í tónlistar- og skemmtanasenunni á Akureyri undanfarna mánuði.
Það sem leiklistarunnendur geta einnig hlakkað til er leikrit á vegum Leikfélags Akureyrar sem frumsýnt verður í mars á næsta ári. Sjeikspír eins og hann leggur sig er að hluta til í höndum Vandræðaskálda, bæði sem heild og einnig þeirra sem einstaklingar. Sjeikspír eins og hann leggur sig snertir á öllum verkum Shakespeare á skemmtilegan og kómískan hátt á aðeins 90 mínútum. Vilhjálmur, sem er menntað leikskáld, þýddi og staðfærði sýninguna en upphaflega er handritið á ensku.
Sesselía kemur svo til með að leika í leikritinu og svo eru Vandræðaskáld að semja tónlistina fyrir verkið í sameiningu.

Vandræðaskáld birtu í gær smá forsmekk af því sem má búast við með því að leyfa okkur að heyra lítinn bút úr einu laginu sem kemur fram í sýningunni. Augljóslega verður sýninginin einn af hápunktum vetrarins hjá Leikfélagi Akureyrar en sýningin hefur fengið frábæra dóma bæði erlendis og hérlendis þegar hún var sett upp fyrir nokkrum árum síðan.

Hér að neðan má sjá myndbandið frá Vandræðaskáldum:

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó