Vandræðaskáld slá í gegn í Landanum

Vandræðaskáld. Mynd: skjáskot úr jólaþætti Landans.

Gríndúettinn Vandræðaskáld, þau Vilhjálmur B. Bragason og Sesselía Ólafsdóttir, hefur verið að gera það ansi gott í skemmtanabransanum undanfarið.
Þau hafa verið að koma fram á skemmtunum meira og minna flestar helgar síðustu mánuði og eru nýlega komin úr tónleikaferðalagi um landið allt. Það eru mörg verkefni á döfinni hjá Vandræðaskáldum en þau eru meðal annars að semja tónlistina fyrir leikritið Sjeikspír eins og hann leggur sig, sýning á vegum Menningarfélags Akureyrar, sem verður frumsýnd í Samkomuhúsinu í mars næstkomandi.

Vandræðaskáldin voru fengin í sérstakan jólaþátt Landans, sem sýndur er á Rúv, og var sýndur í beinni útsendingu frá Hótel Siglufirði sl. sunnudagskvöld.
Dúettinn er þekktur fyrir svartan húmor og hárbeitta þjóðfélagsádeilu en framkoma þeirra í þættinum var engin undantekning á því. Þar snúa þau út úr þekktum jólalögum og gera meðal annars grín að bandaríkjaforsetanum Donald Trump þegar þau breyta textanum í jólalaginu ,,Ég kemst í hátíðarskap“ í ,,Ég gríp í hátíðarsköp…“ en forsetinn var harðlega gagnrýndur í fjölmiðlum fyrir síðustu kosningar fyrir að grípa í klof kvenna.

Hér má sjá myndskeið af Vandræðaskáldum í Landanum á sunnudaginn:

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó