NTC

Vandræðaskáld og KK tóku lagið við setningu Fundar fólksins í Hofi – Myndband

Vandræðaskáld fengu mannskapinn til að hlægja.

Fjölmennt var í Menningarhúsinu Hofi í dag þegar Fundur fólksins var formlega settur í hádeginu. Vandræðaskáldin Vilhjálmur Bergmann Bragason og Sesselja Ólafsdóttir byrjuðu hátíðina með skemmtilegu prógrammi sem fékk gesti til að flissa óhóflega. Þá fluttu þau meðal annars nýtt lag þar sem þau gera óspart grín að húsnæðismarkaðnum og frægu auglýsingunni frá Íslandsbanka um að ungt fólk þurfi einfaldlega að gera sér plan til þess að geta keypt íbúð.
Lagið vakti mikla kátínu viðstaddra enda virkilega fyndin ádeila um hversu erfitt það er fyrir ungt fólk að kaupa sér húsnæði í dag.

Á eftir Vandræðaskáldum flutti forseti Norðurlandaráðs, Britt Lundberg, opnunarræðuna og setti hátíðina formlega. Á eftir henni steig tónlistarmaðurinn KK á svið og flutti tvö hugljúf lög, Aleinn í heimi og Þjóðvegur 66.
Opnunarathöfnin var virkilega vel heppnuð og augljóslega áhugaverð helgi framundan í Menningarhúsinu.
Að neðan má sjá brot úr flutningi KK á laginu Þjóðvegur 66.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó