Það var mikil stemning á skemmtistaðnum Vamos á Ráðhústorgi síðasta föstudag og fullt var út af dyrum til að fylgjast með Birki Blæ Óðinssyni syngja í sænsku Idol keppninni. Leikurinn verður endurtekin nú á föstudaginn.
Enn eru 11 keppendur eftir í keppninni en dómararnir björguðu þeim sem átti að fara heim síðast. Birkir hefur slegið í gegn í keppninni hingað til og er í miklu uppáhaldi hjá dómurum.
Útsending frá keppninni hefst klukkan 18.00 á Vamos á morgun.
Sjá einnig: Fullt hús á Vamos þegar Birkir Blær komst áfram í næstu umferð sænska Idolinu