Vamos Minifest heppnaðist vel

Vamos Minifest heppnaðist vel

Vamos Mini Fest var haldin í gær á Ráðhústorgi annað árið í röð. Að sögn Halldórs Kristins Harðarsonar, eiganda Vamos og skipuleggjanda hátíðarinnar heppnaðist hátíðin vel.

„Dj Heisi opnaði kvöldið og keyrði gesti í gang, þaðan tók Chloé Ophelia (Ophelia G) við með fáranlega skemmtilegum afró suðrænum tónum og fékk túristan og gesti skemmtiferðaskipsins dansandi inn á torg, þaðan tók reynsluboltinn og besti dj landsins bara þó ég segi sjálfur frá hann Arni Elliott við, ósjálfrátt fara allir hausar á svæðinu að dansa í takt þegar ArNi fer á græjurnar. Jon Faerber var næstur á pall, súper kúl drum n bass fór í gang og elsta fólkið á svæðinu sló taktinn og stemningin keyrðist vel upp, þá tók Jökull við þar sem Hip Hop músík var allsráðandi, fólkinu streymdi á torgið og kláruðum við þessa neglu á live performance frá Pétur Már Guðmundsson þá hækkaði hitastigið í bænum um nokkrar gráður og stemningin rosaleg,“ skrifar Halldór á Facebook.

Sjá einnig: Útlandastemning og engin bílaumferð á Vamos Minifest

„Ótrúlega skemmtilegt kvöld og gaman var að sjá ólíka menningarheima og aldur sameinast í dans og gleði, að mínu mati og mati gesta þá gerir það rosalega mikið að bærinn sé bara lokaður fyrir bílaumferð og mætti hann bara vera það alltaf ef ég fengi að ráða, matarvagnar viðstaddir, allt fullt af borðum og stólum, fólk spilaði cornhole og fótboltaspil, góð tónlist í gangi ofan í þetta frábæra veður,“ skrifar hann.

Halldór segir að markmiðið hafi verið að líða eins og í útlöndum og að það hafi tekist.

UMMÆLI