NTC

Valkyrjur og önnur ævintýri í Deiglunni

Valkyrjur og önnur ævintýri í Deiglunni

Helgi Þórsson í Kristnesi heldur málverkasýninguna í Deiglunni Helgina 28 til 29 Apríl næstkomandi. Verkin á sýningunni eru olíumálverk, sum varla þornuð á striganum og önnur frá síðustu árum.

„Helgi hefur í gegnum tíðina haldið nokkrar sýningar og tekið þátt í samsýningum. En nú er langt síðan síðast svo það er kominn tími til. Opnun á laugardag klukkan 14 og opið til klukkan 17 og sami opnunnartími á sunnudag. Rétt er að geta þess að á laugardagskvöldið 28 er sérstök hátíð í Deiglunni þar sem gamlir Populus tremula félagar halda uppá lífið og fer vel á því að þessi málverkasýning skapi umgjörð um þann gjörning allann. Sjáumst Gamli Elgur,“ segir í tilkynningu á vef Deiglunnar.

Sýningin er opin helgina 29. og 30. apríl frá 14 til 17.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó