NTC

Valgerður semur nýtt lag – Sjáðu myndbandið

13925125_10154664704657697_7170786914513809283_nValgerður Þorsteinsdóttir er 23 ára upprennandi söngstjarna á Akureyri. Hún er dugleg að semja lög og texta sjálf en hún semur mest á píanó.

Hún setti inn nýja lagið sitt: The Wind, á facebook síðu sína á dögunum og hefur lagið vafalaust vakið mikla athygli.

Valgerður er að klára stúdentspróf á listnámsbraut við Verkmenntaskólann á Akureyri og stefnir á leiklistarnám næsta haust. Einnig er hún að læra söng í Tónlistarskólanum á Akureyri hjá Þórhildi Örvarsdóttur.

Við hvetjum fólk til að fylgjast með þessari flottu söngkonu.

Sambíó

UMMÆLI