Valdís opnar í miðbænum á Akureyri

Valdís ætlar að bjóða upp á fjölbreyttar tegundir í Turninum á Akureyri.

Ein af vinsælustu ísbúðum landsins, Valdís, ætlar að opna verslun í miðbænum á Akureyri í júlí. Búðin verður staðsett í Turninum, húsinu sem Indian Curry Hut var í til nokkurra ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Valdísi í gær. Þar ætla þau að bjóða upp á fjölmargar tegundir en þau eru þekkt fyrir frumlegar tegundir sem þau hafa þróað í samstarfi við viðskiptavini sína, má þar nefna Tyrkis peber-, salthnetu- og karamelluísinn, sem er meðal vinsælustu tegundanna í boði.

Valdís hefur frá opnun árið 2013, prófað yfir 400 nýjar tegundir af ís og eru enn að þróa nýjungar sem skjóta upp kollinum reglulega, en þau gera allan sinn ís sjálf og í búð þeirra í Reykjavík er m.a. hægt að fylgjast með því hvernig ísinn er gerður. T.d. hafa þau prufað að búa til bjór-ís, rúgbrauðs-ís, lavender-ís, beikon-ís og karrý-ís með kókos og chillí. Valdís hefur einnig fjölbreytt úrval af vegan-sorbetum.

Eins og Akureyringar vita er alltaf besta veðrið hér og því aldrei nógu mikið af ísbúðum. Kaffið býður því Valdísi hjartanlega velkomna í miðbæinn!

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó