Valdís og Ævarr valin blakfólk ársins

Valdís og Ævarr valin blakfólk ársins

Valdís Kapitola Þorvarðardóttir og Ævarr Freyr Birgisson eru blakfólk ársins 2022 en valið var kunngjört af Blaksambandi Íslands í dag.

„Bæði eru þau afar vel að heiðrinum komin enda algjörlega frábæru ári hjá þeim að ljúka,“ segir í frétt á vef KA.

Á vef KA segir um Valdísi og Ævarr:

Valdís Kapitola fór hamförum er KA hampaði öllum titlum ársins og var hún valin besti frelsingi úrvalsdeildarinnar sem og besti leikmaður Kjörísbikarsins eftir æsilegan sigur KA á Aftureldingu í úrslitaleik keppninnar. Þá er Valdís algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu sem tók meðal annars þátt í undankeppni EM í sumar.

Ævarr Freyr sem er uppalinn hjá KA leikur lykilhlutverk í liði Marienlyst í Danmörku sem berst í toppbaráttu efstudeildar. Ævarr sem er 26 ára gamall leikur nú sitt fimmta tímabil með liði Marienlyst en þar áður vann hann allt sem hægt var að vinna með liði KA. Þá er hann rétt eins og Valdís lykilmaður í íslenska landsliðinu sem rétt eins og kvennalandsliðið tók þátt í undankeppni EM í sumar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó