Vala er fulltrúi Akureyringa í Allir geta dansað: „Hjartað mitt slær með rauðu stoppljósunum og búkollubátnum í Gellunesti“

Vala er fulltrúi Akureyringa í Allir geta dansað: „Hjartað mitt slær með rauðu stoppljósunum og búkollubátnum í Gellunesti“

Skemmtiþátturinn Allir geta dansað hefur göngu sína á Stöð 2 á nýjan leik þann 29. nóvember. Akureyringurinn Vala Eiríksdóttir er á meðal keppenda í nýju þáttaröðinni en hún dansar með Sigurði Má Atlasyni.

Vala Eiríks hefur verið útvarpskona á FM957 í nokkur ár en Sigurður Már vakti athygli í fyrstu þáttaröðinni þar sem hann var í liði með Lóu Pind Aldísadóttir.

Vala segir í samtali við Kaffið að hún vonist til þess að verða Akureyringum til sóma í keppninni. „Ég er náttúrulega Akureyringur í húð og hár og hjartað mitt slær með rauðu stoppljósunum og búkollubátnum í Gellunesti.“

Hún segir að það hafi ekki verið erfið ákvörðun að ákveða að taka þátt og að verkefnið sé skemmtilega mikið fyrir utan þægindarammann.

„Í maí kíkti Eva, framleiðandi Stöðvar 2 inn í stúdíó til mín og bað mig að taka þátt. Nokkrum dögum síðar fór ég til Tælands og nýtti ferðina í það að íhuga endanlegt svar, en vissi svo sem frá upphafi að svarið væri já. Maður vex tæplega án þess að skora svolítið á sjálfan sig.“

Vala segir að undirbúningurinn fyrir þættina gangi ótrúlega vel og að hún sé gífurlega heppin með þjálfara.

„Siggi er stórkostlegur dansari og alls ekki síðri þjálfari. Hann er líka skemmtilegur, sem er plús, því ég eyði nánast meiri tíma með honum en kærasta mínu þessa dagana.“

https://www.instagram.com/p/B4PR6HPpr7V/?utm_source=ig_web_copy_link
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó