NTC

Vala Eiríks og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn í Allir geta dansað

Vala Eiríks og Siggi fengu nánast fullkomna einkunn í Allir geta dansað

Vala Eiríksdóttir og Sigurður Már Atlason hafa staðið sig með prýði í Allir geta dansað á Stöð 2 í vetur en Vala er fulltrúi Akureyringa í keppninni vinsælu.

Á föstudagskvöldið dansaði parið Paso Doble dans við lagið Don’t let me be Misunderstood úr kvikmyndinni Kill Bill. Atriðið vakti mikla lukku áhorfenda og dómnefndar en Selma gaf atriðinu 9 í einkunn og Jóhann og Karen gáfu þeim 10.

Vala og Siggi komust því áfram en nú eru þau aðeins einum þætti frá undanúrslitunum. Hér að neðan má sjá dansinn frá föstudagskvöldinu.

Sambíó

UMMÆLI