Gæludýr.is

Vaka þjóðlistahátíð á Akureyri og nágrenni 30. maí – 2. júní

Hof

Mynd: Kaffið.is/Jónatan

Vaka þjóðlistahátíð 2018 – Erfðir til framtíðar á Akureyri og nágrenni 30. maí – 2. júní

Vaka þjóðlistahátíð verður haldin á Akureyri og nágrenni 30. maí n.k. til 2. júní. Vaka er vinaleg þjóðlistahátíð þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er hljóðfæraleikur, söngur eða dans frá morgni til kvölds.

Á Vöku 2018 verður m.a.
– Kvöldtónleikar
– Námskeið í söng
– Hljóðfæraleikur og dans í Hofi
– Opnir kaffitónleikar
– Samspilsstundir
– Hádegishugvekjur á Bláu könnunni
– Samspilsstundir á Götubarnum

Einnig verða tónleikar með listamönnum Vöku í byggðarlögum í nágrenni Akureyrar.
Á Vöku koma fram frábærir tónlistarmenn og söngvarar frá Íslandi, Finnlandi, Noregi, Englandi og Hjaltlandseyjum. Einnig koma danshópar frá Íslandi og Noregi.

Vaka 2018 er í samstarfi við Tónlistarskólann á Akureyri og því verða námskeið fyrir nemendur skólans.
Einnig verða haldin opin námskeið fyrir alla: dansnámskeið með íslenskum og norskum þjóðdönsum og kóranámskeið með íslenskum lögum.

Dagskrá hátíðarinnar í heild sinni, á íslensku og ensku, ásamt upplýsingum um miðaverð má sjá á www.vakafolk.is
Þjóðlistahátíðin Vaka er styrkt af: Uppbyggingarsjóði Norðurlands Eystra, Akureyrarstofu,
Tónlistarskólanum á Akureyri, Tónlistarsjóði, Bílaleigu Akureyrar/Höldur, Menningarfélagi Akureyrar, Nordic-Baltic Mobility Programme, Finnska sendiráðinu og Norræna húsinu í Reykjavík.

Sambíó

UMMÆLI