Vaðlaheiðargöng hf. töpuðu rúmlega 1,3 milljörðum króna á árinu 2022. Það er umtalsverð aukning á tapi frá árinu áður, þegar tapið var 885 milljónir króna. Þetta kemur fram í umfjöllun Heimildarinnar.
Rekstartekjur félagsins jukust úr 603 milljónum króna í 641 milljón króna á milli ára. Stök ferð í gegnum göngin kostar nú 1650 krónur.
Íslenska ríkið breytti fimm milljörðum króna af skuld Vaðlaheiðarganga í hlutafé á síðasta ári. Ríkið á nú 93 prósent í félaginu, sem átti upprunalega að vera einkaframkvæmd.
UMMÆLI