NTC

Útsýnisskífa á Ytri-Súlu vígð í gærHópurinn sem kom að vígslu útsýnisskífunnar á Ytri-Súlu. Frá v: Fjóla, Hjalti, Örn Þór, Árni, Halldór, Þorgerður, Sigurgeir, Frímann og Ásthildur. Mynd: Ferðafélag Akureyrar.

Útsýnisskífa á Ytri-Súlu vígð í gær

Í gær, mánudaginn 5. ágúst, var ný útsýnisskífa vígð á tindi Ytri-Súlu. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, vígði nýju útsýnisskífuna sem Ferðafélag Akureyrar (FFA) lét setja upp. Tíu manna hópur kleif fjallið í gær og var skálað í freyðivíni þegar Ásthildur afhjúpaði skífuna.

Súlur eru fjallstindar sem rísa yfir Akureyri í suðvestri og er bæjarfjall Akureyrar. Ferðafélag Akureyrar stikaði gönguleið upp á Ytri-Súlu árið 1991 og hefur haldið henni vel við í áranna rás.  Þessi vinsæla gönguleið liggur upp á tindana en gangan tekur um 5-6 klukkustundir fram og til baka. T.a.m. skrifuðu 1.446 manns í gestabók á toppnum á síðasta ári en af þeirri tölu var tæplega helmingur útlendingar. 

TENGDAR FRÉTTIR:

VG

UMMÆLI

Sambíó