NTC

Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn

Útskriftarsýning VMA opnuð á laugardaginn

Laugardaginn 16. nóvember kl. 15 verður útskriftarsýning nemenda listnáms- og hönnunarbrautar Verkmenntaskólans á Akureyri, KNÁRL, opnuð í Listasafninu á Akureyri. 


Sýningar á lokaverkefnum nemenda hafa lengi verið fastur liður í starfsemi listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Sýningarnar eru tvær yfir árið, annars vegar í lok vorannar og hins vegar í lok haustannar. Þetta er tíunda árið í röð sem þær eru haldnar í samstarfi við Listasafnið á Akureyri.

Við undirbúning slíkra sýninga velja nemendur sér verkefni eftir áhugasviði þar sem þeim gefst tækifæri til að kynna sér nýja miðla eða dýpka skilning sinn á þeim sem þeir hafa áður kynnst. Að baki verkanna liggur hugmynda- og rannsóknarvinna og leita nemendur víða fanga í eigin sköpunarferli, allt eftir því hvað hentar hverri hugmynd og þeim miðli sem unnið er með.


Samhliða öðru námi fá nemendur eina önn til að vinna að lokaverkefnum sínum og uppsetningu sýningar í samtali og samvinnu við leiðsagnarkennara og samnemendur þar sem frumkvæði, hugmyndaauðgi og öguð vinnubrögð eru lögð til grundvallar.


Nemendur: Ásdís Fanney Aradóttir, Katla Böðvarsdóttir, Loki Hilmarsson, Narfi Storm Sólrúnar og Ragn Huldar Reykjalín Jóhannesbur.


Sýningin stendur til 24. nóvember og verður opin alla daga kl. 12-17.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó