NTC

Útskriftarsýning LHÍ á Akureyri

Útskriftarsýning LHÍ á Akureyri

Þann 19. maí frumsýna  3. árs nemendur leikarabrautar Hamlet í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar um er að ræða útskriftarsýningu bekkjarins en í ár er níu nemendur sem útskrifast af leikarabraut. 

Í ár er Listaháskóli Íslands í samstarfi við Þjóðleikhúsið og LA og verður verkið frumsýnt í Samkomuhúsinu á Akureyri þann 19. maí. 

„Útskriftarhópur nemenda við leikarabraut LHÍ árið 2022 hefur síðustu þrjú ár sankað að sér þekkingu til að geta iðkað hæfileika sína að magna upp sammannlegar stundir. Af hugrekki og um leið mikilli auðmýkt ráðast þau á garðinn þar sem hann er hæstur. Þau bjóða ykkur, áhorfendur góðir, að taka þátt og tilheyra þar sem leiksýningin Hamlet eftir William Shakespeare er sett á svið, leikgerðin er löguð að hópnum, þýðingin er gerð af Þórarni Eldjárn og hefur aldrei áður ratað á fjalir leikhússanna,“ segir Bergur Þór Ingólfsson, leikstjóri sýningarinnar. 

Sýningar eru sem hér segir:

Samkomuhúsinu, Leikfélag Akureyrar:

Fimmtudaginn 19. maí kl. 20:00

Föstudaginn 20. maí kl. 20:00

Laugardaginn 21. maí kl. 20:00

Kassinn, Þjóðleikhúsinu:

Miðvikudaginn 25. maí kl. 20:00

Föstudaginn 27. maí kl. 20:00

Laugardaginn 28. maí kl. 15:00 & 20:00

Sunnudaginn 29. maí kl. 20:00Miðvikudaginn 1. júní kl. 20:00
Fimmtudaginn 2. júní kl. 20:00 

Útskriftarnemar leikarabrautar 2022: 

Arnar Hauksson
Arnór Björnsson
Elín Sif Halldórsdóttir
Guðrún Kara Ingudóttir
Jökull Smári Jakobsson
Sigurður Ingvarsson
Starkaður Pétursson
Unnur Birna J. Backman
Vigdís Halla Birgisdóttir

Frítt er inn á allar sýningar en nauðsynlegt er að panta sér miða. Miðapantanir fara fram á tix.is, leikhusid.is og mak.is.

Sambíó

UMMÆLI