NTC

Útskriftarsýning í Ketilhúsinu

Útskriftarnemendurnir níu í Ketilhúsinu.  Mynd:vma.is

Útskriftarnemendurnir níu í Ketilhúsinu.
Mynd:vma.is

Næstkomandi laugardag, 26. nóvember, kl. 15 verður opnuð í Ketilhúsinu á Akureyri sýning níu útskriftarnemenda listnáms- og hönnunarbrautar VMA. Sjö af þessum níu nemendum, sem allir útskrifast frá VMA í desember nk., eru á textíllínu listnáms- og hönnunarbrautar en tveir eru á myndlistarlínu.

Á sýningunni gefur m.a. að líta ljósmyndir, málverk, fatahönnun, grafíkverk og teikningar. Nemendurnir sem sýna eru: Alma Hrund Hafrúnardóttir Árþóra Ingibjörg Álfgeirsdóttir, Björg Ingadóttir, Fjölnir Freyr Sævarsson, Inga Líf Ingimarsdóttir, Júlía Ósk Júlíusdóttir, Regína Jóhannesdóttir, Sunneva Birgisdóttir og Veronika Arnardóttir.

Sýningin verður opin til 11. desember, þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýninguna og aðrar sýningar á vegum Listasafnsins á Akureyri er á fimmtudögum kl. 12.15. Aðgangur að sýningunni er ókeypis og eru allir hjartanlega velkomnir.

VG

UMMÆLI

Sambíó