Útskriftarnemar úr MA gera grín að vinnubrögðum Tripical í fyndnu myndbandi

Útskriftarnemar úr MA gera grín að vinnubrögðum Tripical í fyndnu myndbandi

Útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri hafa útbúið stórfyndið myndband þar sem gert er grín að vinnubrögðum ferðaskrifstofunnar Tripical vegna útskriftarferðar skólans.

Ferðaskrifstofan Tripical komst í fréttirnar eftir tölvupóst sem var sendur á útskriftarnemendur í Menntaskólanum á Akureyri þar sem þeim var tilkynnt að þau hefðu minna en einn sólarhring til þess að ákveða sig hvort þau treystu sér í útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní.

Sjá einnig: Ætla sér ekki að endurgreiða útskriftarferð menntskælinga

Ferðaskrifstofan bauð ekki upp á þann kost að endurgreiða ferðina en bauð upp á fjóra valmöguleika í stað ferðarinnar, þar á meðal fimm daga ferð á Hellu. Nemendur vildy ferðina endurgreidda og hafa nú ráðið lögfræðinga til þess að aðstoða sig í baráttunni.

Nú hafa nemendurnir sent frá sér sniðugt myndband þar sem vinnubrögð ferðaskrifstofunnar eru tekin fyrir. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó