Útskrift leiðsögumanna

Tuttugu og einn nemandi útskrifaðist sem leiðsögumaður frá Símenntun Háskólans á Akureyri 11. maí. Námið, var í samstarfi við Leiðsöguskólann og Samtök ferðaþjónustunnar, veitir rétt til aðildar að Félagi leiðsögumanna.

Námið var tvö misseri, byggt á námskrá fyrir leiðsögunám, og tók mið af ólíkum þörfum ferðaþjónustunnar í takt við breytilegt ferðamynstur ferðamanna. Nemendur fræddust um leiðsögutækni, helstu ferðamannastaði, íslenskt samfélag, jarðfræði landsins, sögu og menningu, gróður og náttúruvernd, atvinnuvegi, bókmenntir og listir auk þjálfunar í erlendu kjörmáli svo nokkuð sé nefnt.

Flestir völdu ensku sem kjörmál, en einnig voru þýska og danska valin. Kennt var síðdegis eftir hefðbundinn vinnudag og farnar vettvangsferðir um helgar auk hringferðar um landið í námslok með SBA-Norðurleið.

Við útskriftina lék Helga Kvam á píanó. Ávörp fluttu Bragi Guðmundsson staðgengill háskólarektors, Kristín Hrönn Þráinsdóttir fagstjóri Leiðsöguskólans, María Guðmundsdóttir hjá Samtökum ferðaþjónustunnar og Kári Jónasson varformaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó