Gæludýr.is

Útileikir hjá Þór og Þór/KA í dag

Andrea Mist er í lykilhlutverki hjá Þór/KA Mynd: Fótbolti.net – Sævar Geir Sigurjónsson

Tveir leikir verða hjá Akureyrarliðunum í fótbolta í dag. Þórsarar fara til Reykjavíkur og mæta ÍR-ingum í Breiðholti á meðan Þór/KA fara til Kópavogs og mæta Breiðabliki í Borgunarbikarnum.

Þór/KA hafa spilað frábærlega í sumar og unnið alla sína leiki. Þær sitja á toppi Pepsideildarinnar með 21 stig og fimm stiga forskot á næsta lið. Liðið mætti Breiðablik í öðrum leik deildarinnar fyrr í sumar og vann þá 1-0 sigur í Boganum á Akureyri. Breiðablik eru núverandi bikarmeistarar, það má búast við hörkuleik í Kópavogi á morgun. Leikurinn hefst klukkan 16:00 á Kópavogsvelli.

Þórsarar hafa ekki byrjað sumarið eins vel en liðið vann sinn fyrsta sigur gegn Haukum í síðustu viku. Liðið mætir ÍR-ingum í 5. umferð Inkasso deildarinnar á morgun og þarf nauðsynlega að sækja þrjú stig. Þórsarar sitja í 10. sæti deildarinnar með 3 stig, 2 stigum meira en ÍR-ingar í 11. sæti.

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó