NTC

Útgáfuhóf í Listasafninu á Akureyri: Óræð lönd

Útgáfuhóf í Listasafninu á Akureyri: Óræð lönd

Laugardaginn 20. ágúst kl. 15 verður haldið útgáfuhóf í Listasafninu á Akureyri í tilefni útgáfu bókar Bryndísar Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson, Óræð lönd. Bókin er gefin út í tengslum við sýningar þeirra Óræð lönd: Samtöl í sameiginlegum víddum, sem sett var upp í Gerðarsafni, og sýninguna Vísitasíur, sem sett var upp í Listasafninu á Akureyri. Fyrir síðarnefndu sýninguna hlutu þau Myndlistarverðlaun ársins 2022. Æsa Sigurjónsdóttir var sýningarstjóri sýningarinnar á Akureyri, en Becky Forsythe í Gerðarsafni.

Ritstjóri bókarinnar Óræð lönd er Æsa Sigurjónsdóttir og ásamt henni skrifa í hana Mark Dion, Ross Birrell og Terike Haapoja um fjölbreytt viðfangsefni Bryndísar og Mark, sem á síðastliðnum 20 árum hafa brotið blað með þverfaglegum listrannsóknarverkefnum er ögra sambandi okkar mannfólksins við umhverfið.

Sambíó

UMMÆLI