Útgáfa á Akureyri Vikublað stöðvuð

Akureyri Vikublað er á meðal dagblaða inn­an fé­lags­ins Press­unn­ar þar sem útgáfa hefur verið stöðvuð. Ekki er fyr­ir­séð hvort eða hvenær blöðin koma út á ný.

Ómar R. Valdimarsson stjórnarformaður Pressunnar segir þetta gert til að koma í veg fyrir skuldasöfnun félagsins í samtali við mbl.is. Fyrirtækið Fótspor ehf. vonast til þess að taka við rekstri blaðanna og hafa þegar gert Pressunni tilboð í reksturinn.

„Ég hef gefið þessi blöð út síðan árið 2008 og alltaf með hagnaði,“ seg­ir Ámundi Ámundason eigandi Fótspor ehf. í sam­tali við mbl.is.

„Það er betra að ég fái þetta aft­ur, fyr­ir sann­gjarnt og gott verð, held­ur en að blöðin hætti að koma út. Ég yrði rosa­lega þakk­lát­ur ef ég fengi að reka þetta aft­ur sjálf­ur. Það yrði skemmti­legt.“ 

Nánar er fjallað um málið á mbl.is

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó