Akureyri Vikublað er á meðal dagblaða innan félagsins Pressunnar þar sem útgáfa hefur verið stöðvuð. Ekki er fyrirséð hvort eða hvenær blöðin koma út á ný.
Ómar R. Valdimarsson stjórnarformaður Pressunnar segir þetta gert til að koma í veg fyrir skuldasöfnun félagsins í samtali við mbl.is. Fyrirtækið Fótspor ehf. vonast til þess að taka við rekstri blaðanna og hafa þegar gert Pressunni tilboð í reksturinn.
„Ég hef gefið þessi blöð út síðan árið 2008 og alltaf með hagnaði,“ segir Ámundi Ámundason eigandi Fótspor ehf. í samtali við mbl.is.
„Það er betra að ég fái þetta aftur, fyrir sanngjarnt og gott verð, heldur en að blöðin hætti að koma út. Ég yrði rosalega þakklátur ef ég fengi að reka þetta aftur sjálfur. Það yrði skemmtilegt.“
Nánar er fjallað um málið á mbl.is
UMMÆLI