Útgáfa 3. og 4. bindis í ritröðinni Humour and Cruelty

Útgáfa 3. og 4. bindis í ritröðinni Humour and Cruelty

Nú eru komin út 3. og 4. bindi í ritröðinni Humour and Cruelty: A Philosophical Exploration of the Humanities and Social Sciences eftir Giorgio Baruchello, prófessor við Félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri og Ársæl Má Arnarsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

Þá er hægt að finna stuttar kynningar á bókunum í lestri Maestro M.J. Clarke með myndum eftir Dr. Andy Hill hér.

Í Laughing matters, fyrri hluta, er skoðað hvernig þessi hugtök tengjast, hvaða lykilhugsuðir hafa haft áhrif á umræðuna og helstu kenningar úr hug- og félagsvísindum dregnar fram. Þá er sérstaklega skoðað hvaða áhrif sálfræði, tilvistarstefnan, femínismi, frjálshyggja og marxismi hafa haft á hugtökin. Það hjálpar til við að skilja hvernig húmor og grimmd takast á, sem er aðalumfjöllunarefni seinni hluta bókarinnar.

Í öðrum hluta Laughing Matters er skoðað hvernig húmor og grimmd geta stangast á – hvernig grimmd getur verið beitt gegn húmor og hvernig húmor getur verið notaður sem vopn gegn grimmd. Við greinum andstöðu við gleði og húmor í mismunandi samfélagslegum og sögulegum aðstæðum, allt frá klaustrum miðalda til árásarinnar á ritstjórn Charlie Hebdo árið 2015. Sérstök áhersla er lögð á hvernig húmor getur verið grimmur, hvernig grimmd getur verið kímin og hvað slík fyrirbæri segja okkur um nútímasamfélag.

Fyrri tvö bindin fengu afar góða dóma í erlendum fræðitímaritum enda er um að ræða verk sem talar sterkt til samtímans og fjallar með yfirgripsmiklum hætti um dekkri hliðar gríns bæði út frá siðfræði og sálfræði. Útgáfan De Gruyter gefur út ritröðina og er eitt elsta og virtasta forlag á sínu sviði og hefur gefið út fræðibækur í 274 ár eða allt frá stofnun þess í Berlín árið 1749.

Nánari upplýsingar um ritröðina má finna hér.

Sambíó
Sambíó