Utandeild KDN í fótbolta snýr aftur með breyttu sniðiÆskan vann Utandeildina árið 2018

Utandeild KDN í fótbolta snýr aftur með breyttu sniði

Knattspyrnu dómarar á Norðurlandi mun halda utandeildina í fótbolta á nýjan leik í sumar. Í sumar verður mótið með breyttu sniði en áður og leikin verða sjálfstæð mót fjögur kvöld í sumar. Ekki er nauðsynlegt fyrir hvert lið að taka þátt í öllum mótunum.

Verðlaun verða veitt bæði fyrir sigur í hverju móti um sig en einnig fyrir besta samanlagða árangur sumarsins.

> Mótið fer fram í Boganum
> Leikið er í 5 manna liðum, ótakmarkaðar skiptingar.
> Hver leikur er 1x 25 mínútur.
> Leikdagar eru 16. júní, 15. júlí, 12. ágúst og 26. ágúst.
> Leikið er frá 19 til 22 hvert kvöld um sig.
> Skráning fer fram á kdn@simnet.is og rennur frestur til að skrá sig á hvert mót út á miðnætti fyrir leikdag.
> Þátttökugjald er 15.000 krónur á hvert lið fyrir hvert mót og skal það greitt í síðasta lagi á miðnætti fyrir leikdag.
> Lið sem vilja skrá sig fyrirfram á öll mótin 4 fá afslátt af þátttökugjaldi og greiða 50.000 fyrir allt sumarið.
> Vegleg verðlaun í boði frá Sprettinum.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó