Úrslitakeppnin um laust sæti í deild þeirra bestu hefst í dag 

Úrslitakeppnin um laust sæti í deild þeirra bestu hefst í dag 

Þór tekur á móti Snæfelli í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni 1. deildar kvenna í körfubolta í dag. Leikurinn fer fram í Íþróttahöllinni á Akureyri og hefst klukkan 17.00.

Fyrirkomulag úrslitakeppninnar er þannig að það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst í úrslit gegn sigurvegara úr leikjum Stjörnunnar og KR þar sem barist verður um eitt laust sæti í efstu deild.

Árangur Þórs í vetur var frábær, liðið lauk keppni í öðru sætinu með 36 stig en Snæfell í þriðja sætinu með 34 stig.

Þór og Snæfell mættust í þrígang í deildinni í vetur og hafði Þór betur í tveimur viðureignunum úti og heima en Snæfell vann einn leik á heimavelli.

Heiða Hlín fyrirliði Þórs segir í viðtali við ÞórTV að stuðningur áhorfenda verði aldrei ofmetinn. Hún hvetur bæjarbúa til að fjölmenna í höllina og hafi einhver verið með önnur plön að í öllum bænum sláið því á frest og komið í höllina.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og miðaverð á leikinn er 2.000 krónur og frítt fyrir 16 ára og yngri. Viðtal sem ÞórTV tók við Heiðu Hlín í undirbúningi fyrir leikinn má sjá hér að neðan.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó