NTC

Úrslit tilkynnt í ritlistarsamkeppni

ungskald2016

Úrslit í ritlistarsamkeppninni Ungskáld verða tilkynnt 30. nóvember

Miðvikudaginn næstkomandi, 30.nóvember, verða úrslit tilkynnt í ritlistarkeppninni Ungskáld. Keppnin var fyrst haldin árið 2013 en hún felst í því að ungskáld á aldrinum 16-25 ára sá Eyþingssvæðinu gefst kostur á því að senda inn ritverk og geta í framhaldinu unnið til peningarverðlauna. Uppbyggingarsjóður Norðurlands hefur ævinlega verið stuðningsaðili verkefnisins en þeir sem hafa staðið að verkefninu frá byrjun eru Amtsbókasafnið, Akureyrarstofa, Húsið upplýsinga- og möguleikamiðstöð, Menntaskólinn á Akureyri og Verkmenntaskólinn á Akureyri.

Sjá einnig: Ritlistasamkeppni á Akureyri

Við hópinn hafa svo bæst bæði Menntaskólinn á Tröllaskaga og Framhaldsskólinn á Húsavík. Menningarfélagið Hraun í Öxnadal og Skáldahúsin á Akureyri hafa komið að verkefninu með bókagjöfum og útgáfu á verðlaunaverkum.

Sjá einnig: Kött Grá Pjé með námskeið í skapandi skrifum

Verðlaunaafhendingin verður haldin í veislusal Amtsbókasafnsins kl.17 á miðvikudaginn. Dómnefndina skipa Birna Pétursdóttir fjölmiðlakona og leikstjóri, Arnar Már Arngrímsson rithöfundur og framhaldsskólakennari og rapparinn og listamaðurinn Kött Grá Pjé.
Þau koma  til með að tilkynna úrslitin og einnig stíga á svið sjálf með upplestur og hugvekju.
Talið er að um 40 verk hafi borist dómnefnd og verður því forvitnilegt að sjá hver hreppir verðlaunin þrjú.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó