Píeta Samtökin standa nú fyrir göngunni „Úr myrkrinu í ljósið“ í fjórða sinn á Akureyri. Gangan er í minningu þeirra sem látist hafa í sjálfsvígi og til að efla von þeirra sem eiga um sárt að binda vegna vanlíðanar, sjálfsvígshugsana og sjálfsskaða.
Gengið er til styrktar Pieta-samtökunum sem bjóða nú ókeypis úrræði fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum, með sjálfsskaða og aðstoð fyrir aðstandendur og þá sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Fyrirmynd samtakanna er sótt til PIETA House á Írlandi en þar hefur um áratuga skeið náðst einstakur árangur í sjálfsvígsforvörnum með þeim úrræðum sem PIETA House býður einstaklingum upp á.
Gangan verður farin um helgina, þann 11. maí kl. 03:00, aðfararnótt laugardagsins. Í ár verður genginn 5 km hringur og lagt verður af stað frá Café Laut í Lystigarðinum á Akureyri. Húsið opnar kl. 02:00 og hægt verður að skrá sig á staðnum. Allir þátttakendur göngunnar fá bol og gangan hefst svo á slaginu 03:00. Að lokinni göngu verður kveikt á kertum og skrifað á vonarborðann. Jafnframt verður boðið upp heitt kakó og bakkelsi
Fram kemur tónlistafólkið:
Gringló
Flammeus
Birkir Blær
Þórkatla & Daníel Andri
Á staðnum verður minningarborð þar sem þátttakendum göngunnar gefst kostur á að heiðra minningu ástvina sem fallið hafa fyrir eigin hendi, svo sem með ljósmynd eða minjagrip af einhverju tagi. Platan Á Brúninni með hljómsveitinni Röskun verður einnig til sölu á staðnum. Allur ágóði af sölunni rennur beint til Píeta samtakanna.
Hægt er að skrá sig hér
https://www.darknessintolight.ie/event/reykjavik og svo á staðnum.
Fullorðnir (18+): kr. 3500
Nemar (18+): kr. 2500
Atvinnulausir/öryrkjar: kr. 2500
Eldri borgarar (65+) kr. 2500
Börn (6-17 ára): kr. 700
Börn (0-5 ára): Ókeypis
TENGDAR FRÉTTIR
https://www.kaffid.is/erfitt-ad-leita-beint-bradamottokuna-samtok-gegn-sjalfsvigum-og-sjalfsskada/
UMMÆLI