Fyrr í dag var Jóni Páli Eyjólfssyni leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar sagt fyrirvaralaust upp störfum. Jón Páll hafði áður tilkynnt það að hann hyggðist segja upp störfum en myndi vinna út leikhúsárið. Í samtali við mbl.is staðfestir Jón Páll að uppsögnin tengist #metoo byltingunni.
Jón Páll segir að uppsögnin tengist máli sem kom upp fyrir um áratug og var ekki innan leikhússins. Unnið hafi verið að sátt í málinu að frumkvæði þolandans fyrir fimm árium og stefnt hafi verið að henni þegar #metoo byltingin fór í gang. Jón Páll segist hafa gert framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar grein fyrir stöðunni strax.
Þuríður Helga Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, segist ekki neita því að uppsögn Jóns Páls tengist #metoo-byltingunni.
Sjá einnig:
UMMÆLI