NTC

Upplýsingasíða um sjónarmið sem mæla gegn breytingum á aðalskipulagi á OddeyriMódelmynd Akureyrarbæjar sem sýnir leyfilega hæð og umfang bygginga skv. gildandi Aðalskipulagi. Mynd: Skipulagssvið Akureyrarbæjar.

Upplýsingasíða um sjónarmið sem mæla gegn breytingum á aðalskipulagi á Oddeyri

Vefurinn Oddeyri.is hefur verið settur í loftið en þar má finna upplýsingar um íbúakosningarnar um skipulagsmál á Oddeyrinni. Vefnum er lýst sem upplýsingasíðu um sjónarmið sem mæla gegn því að breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 varðandi Oddeyri nái fram að ganga.

Jón Hrói Finnsson er ritstjóri vefsins. Hann segist upphaflega hafa ætlað að skrifa grein en hafi endað á því að setja upp síðuna í staðinn.

„Ég hef áður gagnrýnt breytingartillögurnar og málsmeðferðina í athugasemdum við breytingartillögurnar og vildi koma þeim sjónarmiðum á framfæri við kjósendur. Mér fannst frekar lítið af upplýsingum á upplýsingasíðu Akureyrar um kosningarnar og vildi gefa fólki kost á að kynna sér málið vel. Ég ákvað því að bæta við slóðum og vísunum í skipulagsgögn, lög og reglugerðir, feril málsins í fundargerðum og fleira sem gæti komið að notum fyrir þá sem vilja grúska. Á síðunni eru líka almennar upplýsingar um íbúakosningar úr lögum og reglugerðum,“ segir Jón í spjalli við Kaffið.is.

„Það er í mínum huga stór viðburður að haldnar skuli íbúakosningar á Akureyri og finnst mikilvægt að fólk nýti tækifærið til að taka þátt í beinu lýðræði þegar það er í boði og taki upplýsta afstöðu.“

Hægt er að skoða vefinn Oddeyri.is með því að smella hér.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó