Gæludýr.is

Uppbygging og hlutir í Deiglunni

Opnun sýningarinnar ‘Uppbygging og Hlutir’ eftir Tom Verity verður laugardaginn 24. júní kl. 14 – 17 í Deiglunni. Léttar veitingar verða í boði og listamaðurinn verður á staðnum. Sýningin er einnig opin á sunnudag kl. 14 – 17.
‘Uppbygging og hlutir’ eru skúlptúrar í innsetningu enska myndlistarmannsins Tom Verity. Verkin á sýningunni eru afrakstur mánaðardvalar Tom í gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri.
Innsetningarnar eru gerðar úr fundnu, lánuðu eða endurunnu efni sem er sett saman í sjálfstæða strúktúra eða ástand. Viðkvæm verkin nýta sér nátturuöfl svo sem þyngdaraflið, jafnvægi og núning til uppbyggingar.
Verkin á sýningunni vísa í naumhyggjuskúlptúra myndlistamanna á borð við Richard Serra og Fred Sandback en listamaðurinn notar einnig algenga hluti úr hinu daglega lífi líkt og glervörur, hnífapör, grjót og reipi úr nánasta umhverfi sem tilraun til þess að aðskilja verkin köldu, ópersónulegu hlið naumhyggjunar.
Sýningin er partur af Listasumri Akureyrar.
Sambíó

UMMÆLI

Sambíó